Enn eitt spennandi samstarfið

7. október 2019

Von er á enn einni spennandi samstarfslínu H&M við stórt tískuhús en að þessu sinni er það með hönnuðum rótgróna vörumerkisins Pringle of Scotland. Línan einkennist af hefðbundnum prjónafatnaði sem fengið hefur sportlegan snúning og verður fáanleg í H&M, Smáralind frá miðjum október.

Arfleið skosku hálandanna einkennir línuna en með fíngerðu ívafi. Lykilflíkurnar eru peysur úr þykkri ullarblöndu sem státa af hinu klassíska tígulmynstri sem Pringle er hvað þekktast fyrir. Þá má einnig finna peysukjóla með rennilásum, notalegar hettupeysur, aðsniðnar leggings, þykkar húfur og mynstraða klúta.

Litapalletta línunnar kemur skemmtilega á óvart: haustleg blanda af klassískum sinnepsgulum, ljósgráu og kexbrúnu ásamt hressandi neongulum lit sem veitir flíkunum nútímalegt yfirbragð. Í línunni má finna flíkur úr endurunnu pólýester og lífrænni bómull ásamt notalegri ull og sléttum viskósatrefjum.

Dýravinir geta einnig glaðst yfir því að geta verið í stíl við fjórfætta vini sína; í línunnni má finna peysur fyrir hunda í samsvarandi mynstrum og litum.

„Pringle of Scotland á sér langa sögu og hefur samstarfið við H&M verið okkur mikill innblástur. Við erum alltaf að leita að nýjum leiðum til að tjá sögu okkar í gegnum prjónaflíkur og við vonum að þessi nýjasta sportí útgáfa af hinni frægu tígulmynstruðu peysu muni gleðja núverandi viðskiptavini okkar og ná til enn fleiri í gegnum H&M, “ segir Katy Wallace, vörumerkjastjóri hjá Pringle of Scotland.

„Samstarfið við Pringle of Scotland, vörumerki með svo ríka og glæsilega sögu, hefur verið virkilega skemmtileg upplifun fyrir hönnunarteymi H&M. Við höfum unnið með hið þekkta tígulmunstur og nútímavætt útlitið og gert það meira í takt við íþróttafatnað. Við erum stolt af því að notast við endurunnuið pólýester, ull og lífræna bómull. Ég hlakka til að sjá viðskiptavini okkar klæðast flíkunum á sinn hátt, “segir Maria Östblom, yfirhönnuður kvenfatnaðar hjá H&M.

Við erum stolt af því að notast við endurunnuið pólýester, ull og lífræna bómull.