Einn stærsti leikvöllur landsins verður í Smárabíói

11. ágúst 2020

Það eru spennandi hlutir að gerast í Smárabíói þessa dagana en þar mun fljótlega opna enn stærra afþreyingarsvæði með sýndarveruleika, lasertag og skemmtun. 

Það eru spennandi hlutir að gerast í Smárabíói um þessar mundir en þar eru framkvæmdir á 2. hæð Smáralindar, þar sem Vetrargarðurinn var áður, á fullri ferð. Skemmtisvæði Smárabíós opnaði í mars á síðasta ári og voru móttökur frábærar. Nú er komið að því að stækka og bjóða upp á enn fjölbreyttari úrval afþreyingar. Smárabíó mun bjóða gestum inn í nýjan heim sýndarveruleika, lasertag og skemmtunar og stefnir að því að vera einn stærsti leikvöllur landsins fyrir fjölskyldur og hópa af öllum stærðum og gerðum.

Kíktu með Óla bak við tjöldin og sjáðu hluta af þeim nýjungum sem verða í boði. 

https://youtu.be/7p-i-qIsHSA