DIY fyrir fermingarveisluna

2. apríl 2019

Við fengum hana Soffíu Dögg hjá Skreytum hús til að gefa okkur hugmyndir að skreytingum fyrir fermingarveisluna. Hér getur þú séð nokkrar góðar lausnir frá henni. 

Lykilatriðið að flottum skreytingum er að hugsa aðeins út fyrir boxið og vera sniðugur, þá getur útkoman orðið ótrúlega flott eins og hér má sjá.

Sniðugar skreytingar fyrir fermingarveisluna

Hér er fánalengja úr Söstrene Grene, skreytt með límstöfum frá Panduro Hobby. Í stað sissal rennings er hægt að nota veggfóður úr Söstrene Grene sem löber.

Hugmynd að fermingarkerti

Hér má sjá einfalda leið til að útbúa fermingarkerti. Kerti frá Flying Tiger, blóm og límstafir frá Panduro Hobby. 
Svo er bara um að gera að leika sér með liti og skraut. 

Hugmynd að gestabók fyrir fermingar

Einföld leið til þess að gera gestabókina persónulega. Bók úr Panduro Hobby með pennastatíf í stíl, stimplar og límstafur frá Flying Tiger. Stimplana er svo sniðugt að nota sem skraut eins og sést á næst efstu myndinni.

Geymslubox fyrir fermingarkort

Sniðugt er að vera með sérstakt box fyrir kortin sem fermingarbarnið fær. Glerboxið fæst í H&M Home.

Fleiri flottar hugmyndir má sjá hér á skreytumhus.is