Bláa Lónið opnar „Pop-Up“ verslun í Smáralind

20. nóvember 2020

Bláa Lónið opnar glæsilega verslun á 2. hæð Smáralindar laugardaginn 21. nóvember. Í tilefni opnunarinnar býður verslunin veglegan kaupauka um helgina. 

Bláa Lónið opnar glæsilega „Pop-Up“ verslun á 2. hæð Smáralindar laugardaginn 21. nóvember. Í versluninni verður hægt að kaupa húðvörur, gjafabréf á upplifanir og nýjar sælkæravörur, framleiddar af matreiðslumeisturum veitingastaðarins Moss. Í sælkeralínunni má finna flögusalt, jurtate, súkkulaðihúðaðar möndlur, hvíthjúpaðan lakkrís og dökkt súkkulaði. 

Í tilefni opnunarinnar fylgir glæsilegur kaupauki að verðmæti 9.800 kr. ef verslað er fyrir 7.500 kr. eða meira um helgina.