Bjarkarblóm lengir opnunartíma

20. nóvember 2020

Blómabúðin Bjarkarblóm hefur lengt opnunartímann hjá sér tímabundið. Verslunin er nú opin til 21 á virkum dögum og til 18 um helgar. 

Með lengri opnunartíma vill verslunin auðvelda viðskiptavinum aðgengi og dreifa álagi á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi. Opnunartíminn kemur svo til með að lengjast enn frekar þegar almenn jólaopnun Smáralindar hefst í desember.