Billie Eilish-vörur í H&M

6. janúar 2020

Sjálfbær hönnunarlína Billie Eilish fyrir H&M er komin í verslunina í Smáralind.

Línan samanstendur af joggingbuxum-og peysu, bolum og mittistöku, höttum og sokkum, öllu merktu listakonunni hæfileikaríku. Eins og fyrr segir er hönnunarlínan sjálfbær en hægt er að finna hana í Divided-hluta H&M í Smáralind en Smáralindarverslunin er svokölluð „flagship“-verslun H&M á Íslandi.

Billie Eilish er eitt stærsta nafnið í tónlistarheiminum um þessar mundir og því líklegt að margir vilji tryggja sér fatnað og fylgihluti merkta henni. Flíkurnar eru í yfirstærð og í hennar anda þar sem þægindin eru í fyrirrúmi. Hér að neðan má sjá brot af línunni.

 Billie Eilish er eitt stærsta nafnið í tónlistarheiminum um þessar mundir og því líklegt að margir vilji tryggja sér fatnað og fylgihluti merkta henni. Flíkurnar eru í yfirstærð og í hennar anda þar sem þægindin eru í fyrirrúmi.