Skilmálar gjafakorta
Útgáfa gjafakorta
Gjafakort er gefið út af Smáralind ehf., kt. 550496-2329, vsk-númer 96833.
Hvar gildir gjafakortið
Gjafakort Smáralindar gildir í öllum verslunum, veitingastöðum og þjónustufyrirtækjum í Smáralind að Vínbúðinni undanskilinni. Innstæðu er ekki hægt að leysa út fyrir reiðufé.
Gjafakort í símaveskið
Gjafakort Smáralindar er hægt að setja í Apple og Android símaveski og greiða þannig með kortinu í gegnum síma. Kortanúmer er ekki hægt að sjá í símaveskinu og því mikilvægt að geyma áfram plastkortið ef nálgast þarf kortanúmer og til að skoða stöðu.
Hvar er hægt að kaupa gjafakort
Gjafakort er hægt að kaupa á þjónustuborði Smáralindar og á smaralind.is. Hægt er að greiða fyrir gjafakort með reiðufé upp að fjárhæð kr. 50.000 á þjónustuborði Smáralindar. Greiða þarf með korti eða millifærslu fyrir gjafakort umfram kr. 50.000 kr. Val er um að sækja gjafakort á afgreiðslutíma Smáralindar eða fá það sent heim gegn gjaldi.
Kort sótt á þjónustuborð
Kort sem sótt er á þjónustuborð er afhent samdægurs á opnunartíma Smáralindar. Undantekning á þessu er þegar um magnkaup er að ræða en þá getur afhendingartími verið lengri.
Kort sent til kaupanda
Heimsend kort eru send í rekjanlegum pósti með Póstinum og berast á 1-3 virkum dögum til viðtakanda og eru afhent á ákvörðunarstað hverjum þeim sem staddur er á póstfangi þegar afhending á sér stað. Sendingarkostnaður fer eftir gjaldskrá Póstsins hverju sinni.
Verð á gjafakorti
Upphæð á gjafakorti er val kaupanda hverju sinni. Enginn aukakostnaður leggst á upphæðina sem er keypt á kortið nema kortið sé sent á kaupanda. Þá leggst á sendingarkostnaður.
Vöruskil og endurgreiðsla
Gjafakorti er ekki hægt að skila og ekki er hægt að leysa innstæðu þess út fyrir reiðufé.
Ábyrgðarskilmálar
Smáralind tekur enga ábyrgð á gjafakorti. Kortið er handhafakort og er handhafi einn ábyrgur fyrir kortinu. Varðveitið kortið því glatað kort er glatað fé. Smáralind er hvorki ábyrg fyrir tjóni né óhagræði sem verður vegna þess að móttöku er hafnað sem greiðslu hjá söluaðila.
Gildistími
Gildistími inneignar er þrjú ár frá sölu. Gildistími korts er hins vegar 10 ár.
Staða á gjafakorti
Einfalt er að skoða stöðu á gjafakorti á vef Smáralindar eða með því að skanna QR kóða á korti. Einnig er hægt að gefa upp kortanúmer á þjónustuborði, eða hringja í síma 528 8000.
Misnotkun gjafakorts
Handhafi gjafakorts ber ábyrgð á að notkun þess sé til samræmis við lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. síðari breytingar, og reglur sem settar hafa verið á sama grundvelli. Útgefandi áskilur sér rétt til að stöðva notkun kortsins og innkalla án fyrirvara ef rökstuddur grunur er um misnotkun og er öll slík háttsemi samstundis tilkynnt lögreglu.
Lög og varnarþing
Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Ef ágreiningur kemur upp um túlkun eða framkvæmd skilmála þessa má reka dómsmál vegna ágreiningsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Trúnaður
Smáralind biður aðeins um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna greiðslu fyrir vöruna og sendingar. Engar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila, nema þær sem nauðsynlegar eru til að koma gjafakorti sem keypt er til skila. Öll meðferð og vinnsla persónuupplýsinga af hálfu Smáralindar er í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga nr. 90/2018. Smáralind hefur sett sér persónuverndarstefnu sem má finna hér.