Timberland

1. hæð
Timberland - Smáralind
Timberland - Smáralind

Timberland býður frábært úrval af gæða skóm fyrir alla fjölskylduna ásamt fallega hönnuðum herrafatnaði og takmörkuðu úrvali af dömufatnaði. Timberland hannar gæða vörur úr náttúrulegum og endurunnum efnum og leitast ávallt við að lágmarka umhverfisáhrif við framleiðsluna þar sem auðlindir heimsins eru takmarkaðar. Þess vegna leggur Timberland áherslu á að nota lífræna bómull, endurunnið nælon og jafnvel endurunna ull í fatnaði og fóðrið í skónum er gjarnan endurunnið plast og nú er farið að nota sykurreyr í skósóla á móti náttúrulegu gúmmíi. Vörurnar eru fallega hannaðar og einstaklega slitsterkar og endingargóðar.

Sjón er sögum ríkari og við bjóðum þig velkominn til okkar í Timberland Smáralind til að fá aðstoð við að finna þægilega skó sem henta þínum fæti og smekk.

Til baka í yfirlit

1. hæð