Epal
2. hæð
Epal er ein elsta hönnunarverslun Íslands. Stofnuð árið 1975 af Eyjólfi Pálssyni, húsgagnahönnuði.
Frá upphafi hefur markmið Epal verið að auka skilning og virðingu Íslendinga á góðri hönnun og gæðavörum. Það hefur verið gert með því að bjóða viðskiptavinum upp á úrval af vönduðum vörum ásamt þekktri hönnunarvöru frá Norðulöndum og víðar.
Íslensk hönnun, gæði hennar og velgengni hefur verið Epal hugleikin um árabil og leggur verslunin áherslu á að styðja við íslenska hönnuði og aðstoða við að koma verkum þeirra á framfæri og í framleiðslu.
Fylgstu með Epal á Instagram síðu þeirra @epaldesign