Heimar
Fasteignafélag

Heimar er fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði á Íslandi. Félagið er hlutafélag í dreifðu eignarhaldi og skráð í Kauphöll Íslands.
Stefna Heima hvað varðar staðsetningu og kröfur til eigna félagsins er skýr. Félagið hefur lagt áherslu á að þétta og efla skilgreind kjarnasvæði sem eru meðal annarra: Smáralindarsvæðið, miðbær Reykjavíkur, Borgartún og miðbær Garðabæjar. Nú þegar eru 65% af fermetrum í eignasafni Heima sem telja um 70% af virði alls eignasafnsins staðsettir í skilgreindum kjörnum.