Ung­ir frum­kvöðlar

Dagana 4. og 5. apríl verður Vörumessa Ungra frumkvöðla haldin í Smáralind. Á Vörumessunni munu 600 nemendur frá 16 framhaldsskólum kynna og selja vörur og nýsköpun sína.

Ungir frumkvöðlar í Smáralind

Um ræðir 142 fyrirtæki sem stofnuð hafa verið af 600 nemendum úr 16 mismunandi framhaldsskólum um land allt. En þeir skólar sem taka þátt eru eftirfarandi: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn á Akureyri, Mennaskóli Borgarfjarðar, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn við Sund, Tækniskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Verslunarskóli Íslands.

Dagskrá Vörumessu

Föstudagur 4. apríl

Kl. 11:00 - 18:00 Vörumessa Ungra frumkvöðla - fyrri hluti

Kl. 12:00 - 12:30 Formleg setning Vörumessunar

kL. 12:30 - 14:30 Dómnefnd metur hugmyndir

Laugardagur 5. apríl

Kl. 11:00 - 18:00 Vörumessa Ungra frumkvöðla - seinni hluti

Kl. 13:30 - 16:30 Dómnefnd metur hugmyndir

Kl. 17:00 Viðurkenning

Kl. 18:00 Formleg lok Vörumessunnar