Ungir frumkvöðlar

Vörumessa 7.-8. apríl

3.4.2018

Helgina 7. og 8. apríl lögðu ungir frumkvöðlar undir sig göngugötuna í Smáralind og kynntu og seldu vörur sínar. Um var að ræða 120 örfyrirtæki og 600 nemendur sem sótt höfðu námskeið í frumkvöðlafræðum. Dómnefnd var á staðnum sem veitti verðlaun fyrir besta sýningarbásinn. Hér má sjá dagskrá vörumessunnar: 

 Tími Laugardagur 7. apríl 
11-18 Vörumessa ungra frumkvöðla - fyrri hluti    
12-12.30 Formleg setning vörumessunnar 
Tími  Sunnudagur 8. apríl 
13-18 Vörumessa ungra frumkvöðla - seinni hluti 
17.30-18 Verðlauna afhending