2. september 2025
Ný verslun L'Occitane hefur opnað í Smáralind
Nú á dögunum opnaði franska snyrtivörumerkið L'Occitane en Provence verslun í Smáralind.
-1-800x600.jpg&w=3840&q=80)
L'Occitane en Provence er franskt hágæða snyrtivörumerki sem var stofnað árið 1976 í Provence í Suður-Frakklandi. Vörumerkið byggir á náttúrulegum hráefnum og vörum sem auka vellíðan með það fyrir augum að deila undrum náttúrunnar með umheiminum.
Verslunin er staðsett á 2. hæð á móti Dúka. Komdu við og upplifðu þessa fallegu verslun. Ráðgjafar L´Occitane taka vel á móti þér, veita sérsniðnar ráðleggingar og hjálpa þér að finna réttu vörurnar fyrir þig.
-2000x1500.jpg&w=3840&q=80)
-2000x1500.jpg&w=3840&q=80)