Húrra Reykja­vík mun opna í Smára­l­ind

Á næstu vikum mun Húrra Reykjavík opna nýja verslun í Smáralind, stærstu verslunarmiðstöð landsins.

Húrra Reykjavík

„Við erum spennt að stíga þetta næsta skref með Smáralind. Þar standa nú yfir miklar breytingar, meðal annars með tilkomu nýs veitingasvæðis sem mun bæta upplifunina í húsinu. Þá hefur einnig verið mikil uppbygging í kringum Smáralind og íbúum fjölgað á undanförnum árum, sem gerir staðsetninguna enn mikilvægari fyrir okkur,“ segir Marteinn Högni, framkvæmdastjóri Húrra Reykjavík. Húrra leggur áherslu á að viðskiptavinir geti heimsótt verslunina, skoðað vörur í eigin persónu og kynnst vörumerkjunum betur. „Fyrir okkur er mikilvægt að fólk geti stigið inn í verslanir okkar, upplifað andrúmsloftið og kynnst vörunum af eigin raun. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða viðskiptavinum þessa upplifun, sérstaklega nú þegar netverslanir hafa verið á hraðri uppleið,“ segir Marteinn. Verslunin verður staðsett á 2. hæð Smáralindar og er hönnuð af Haf Studio í samstarfi við Húrra. Þar verður áfram boðið upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra vörumerkja sem ekki eru fáanleg annars staðar á Íslandi. Meðal þeirra eru Stone Island, Norse Projects, Brutta Golf, Sporty & Rich, Won Hundred og fjölbreytt úrval skófatnaðar frá Adidas, Nike, New Balance, Salomon og Birkenstock. Með nýrri staðsetningu í Smáralind verður Húrra aðgengilegra fyrir stærri hóp viðskiptavina og tekur þátt í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað í stærstu verslunarmiðstöð landsins.

Húrra Reykjavík
Húrra Reykjavík