Fréttir

Fyrirsagnalisti

21.8.2017 : Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þriðjudaginn 22. ágúst kl. 16 leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir gesti og gangandi í Smáralind. Á efnisskránni eru þekktir klassískir slagarar eins og þemalagið úr "Pirates of the Caribbean". Nýttu þetta frábæra tækifæri til að hlusta á Sinfóníuhljómsveitina við skemmtilegar aðstæður. 

Lesa meira
Zara Smáralind

16.8.2017 : Zara endurnýjar verslun sína

Zara í Smáralind hefur lokað tímabundið verslun sinni hér í Smáralind. Þetta er gert vegna gagngerra endurbóta verslunarinnar en ný og stórglæsileg Zara verslun verður opnuð aftur í Smáralind í október.

Lesa meira

25.7.2017 : H&M opnar 26. ágúst 2017

Taktu daginn frá fyrir H&M á Íslandi. Verslunin verður á tveimur hæðum og þar verða allar fatalínur H&M fáanlegar, þar á meðal dömu- og herrafatnaður, barnaföt, skór, aukahlutir, undirföt og snyrtivörur. Auk þess mun verslunin fá sérstakar línur í sölu eins og H&M Studio, Conscious Exclusive og hönnunarsamstarfslínur H&M með frægum hönnuðum. 

Lesa meira

18.7.2017 : Fylgstu með EM

Þó að stelpurnar okkar hafi ekki komist áfram á EM höldum við áfram að fylgjast með mótinu. Hægt er að horfa á leikina á þremur setusvæðum hjá okkur. Vertu velkomin! 

Lesa meira
Frettatilk_201Smari_nafnasamk

27.6.2017 : Ný götunöfn í nágrenni Smáralindar

Sunnusmári og Silfursmári voru valin sem götunöfn í nýrri byggð 201 Smári í Kópavogi og torg upp við Smáralindina mun nefnast Sunnutorg. Tilkynnt var um nöfnin á föstudag og verðlaun afhent á sama tíma í nafnasamkeppni sem fram fór um götuheitin. 

Lesa meira

31.5.2017 : Skechers

Skóverslunin Skechers opnaði nýlega hér í Smáralind. Verslunin er stórglæsileg og skartar fjölbreyttu úrvali af skóm og fylgihlutum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin er staðsett á 1. hæð við hlið Iglo+indi. 

Lesa meira