Allt fyrir glæsileg jól

Njóttu þess að undirbúa jólin í notalegri jólastemningu í fullu húsi af glæsilegum gjöfum, fatnaði, veitingum og skreytingum. 

Í desember bjóðum við upp á lifandi jólastemningu allar helgar fram að jólum og jólasveinarnir hafa boðað komu sína frá og með fimmtudeginum 13. desember en þeir munu heilsa upp á gesti Smáralindar reglulega fram að jólum. 

Gleðjum lítil hjörtu um jólin

Pakkajól Smáralindar er góðgerðarátak þar sem fólk er hvatt til að gefa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð í Smáralind og gleðja þannig barn á Íslandi sem býr við bág kjör á aðfangadag.

Hjálparstofnanirnar Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarf Kirkjunnar og Fjölskylduhjálp Íslands sjá um að koma gjöfunum þangað sem þörfin er mest.  

Það er einfalt að taka þátt 

·       Þú kaupir gjöf

·       Pakkar henni inn (Pökkunaraðstaða er við jólatréð í Smáralind)

·       Merkir gjöfina viðeigandi kyni og aldri með sérstöku
        merkisspjaldi sem þú færð við jólatréð í Smáralind

·       Setur gjöfina undir jólatréð

Pósturinn styrkir málefnið með því að fella niður sendingarkostnað af gjöfum sem koma frá landsbyggðinni.

Það er þörf á gjöfum fyrir börn á öllum aldri eða alveg frá 0-18 ára.

Tekið er við pökkum til og með 20. desember en því fyrr sem pakkarnir berast því betra þar sem hjálparsamtökin byrja að úthluta gjöfum um miðjan desember


Dagskrá

 Njóttu þess að versla í líflegri jólastemningu í desember

Tími Laugardagur 15. desember
13-16Myndataka með jólasveininum, fáðu fjölskyldumynd með Sveinka
13.00

Rauðhetta, Úlfurinn og Hænan frá Leikhópnum Lottu verða á flakki um göngugötuna                        
14.00 Jólasveinarnir koma í heimsókn 
15.00Karítas Harpa flytur ljúfa jólatóna 
16.00Barnakórinn Graduale Futuri syngur jólalög 
Tími Sunnudagur 16. desember 
12.00 JÓLABINGÓ með glæsilegum vinningum
Bingóstjóri: Lalli töframaður
Þátttaka ókeypis. Eitt spjald á mann á meðan birgðir endast
13-16 Myndataka með jólasveininum, fáðu fjölskyldumynd með Sveinka 
14-16 Risa jólasveinn og jólaálfar frá Sirkus Íslands leika listir sínar