HM stemning í Smáralind

Það er mikil HM stemning í Smáralind þessa dagana. Það er mikið úrval af HM varningi í verslunum og ýmsar verslanir og veitingastaðir bjóða sérstök HM tilboð. 

Veitingastaðirnir O´learys, Fridays og XO sýna frá leikjum HM á stórum skjáum og í Smárabíói verða leikir Íslands sýndir í bestu mögulegu mynd- og hljóðgæðum í Max salnum. Einnig er hægt að horfa á keppnina á þremur setusvæðum á göngugötunni. 

Giskaðu á úrslitin og þú gætir unnið 10.000 kr. gjafakort

Taktu þátt í HM leik Smáralindar og giskaðu á úrslitin í leikjum íslenska landsliðsins. Þú gætir unnið 10.000 kr. gjafakort frá Smáralind. 

Það er einfalt að taka þátt: 

  • Þú tekur mynd af þér við myndavegginn sem er staðsettur við glerlyftuna hjá Dressmann á 1. hæð. 
  • Við myndavegginn eru markatölur fyrir hvort liðið sem þú velur úr fyrir myndatökuna
  • Þú setur myndina inn á Instagram með myllumerkinu #SmáralindHM2018 (Mundu að hafa Instagram aðganginn þinn opinn)
Dregið verður úr þeim myndum sem sýna rétt úrslit eftir hvern leik og mynd vinningshafans verður birt á Facebook og Instagram-síðu Smáralindar. 

Áfram Ísland!