Jólastemning í desember

Við styttum biðina til jóla og verðum með kósý jólastemningu á göngugötunni allar helgar í desember og síðustu dagana fram að jólum. Um helgar verða barnaskemmtanir með t.d. Leikhópnum Lottu, jólasveinarnir koma reglulega í heimsókn þegar þeir koma til byggða og lifandi jólatónlist mun fylla húsið af jólastemningu. 

Njóttu þess að gera jólainnkaupin í notalegri stemningu þar sem þú færð allt til jóla í einni ferð.

Jólagjafahandbók Smáralindar

Leynist glaðningur í þinni Jólagjafahandbók?

Jólagjafahandbók Smáralindar er full af góðum gjafahugmyndum á hverju ári. En í ár er hún annað og meira því fjöldi eintaka af bókinni í ár gefur vinning. 

Kíktu í kassana á forsíðu bókarinnar og gáðu hvort það leynist glaðningur í þinni!

Vinningarnir spanna allt frá 5.000 kr. gjafabréfi upp í Playstation 4 tölvu og eru frá eftirtöldum verslunum í Smáralind: 

Air, A4, The Body Shop, Comma, Cortefiel, Drangey, Esprit, Flying Tiger, GS Skór, Jens, Joe & the Juice, Jack & Jones, Karakter, Kaupfélagið, Levi´s; Líf & list, Modus hár- og snyrtistofu, Make Up Store, Meba, Name It, Optical Studio, Síminn, Skechers, Smárabíó, Smáratívolí, Springfield, Steinar Waage, Subway, Te & kaffi, Útilíf, Vero Moda, Vila og Women´secret. 

Ef heppnin er með þér og handbókin þín inniheldur vinning eru næstu skref að: 

  • Framvísa handbókinni eða forsíðunni á þjónustuborði Smáralindar og fá vinninginn afhendan.

Ef vinningshafi er búsettur úti á landi og vill fá vinninginn sendan má taka mynd af forsíðunni þar sem vinningurinn sést og senda á netfangið smaralind@smaralind.is ásamt nafni, heimilisfangi, kennitölu og símanúmeri. Sendingarkostnaður greiðist af viðtakanda. 

Vitja þarf vinninganna fyrir 1. febrúar 2018. 


Jólastemning í desember


Tími Föstudagur 15. desember
16-17 Jólasveinarnir verða á ferðinni um húsið
16.00  Möndlubíllinn - ilmandi góðar möndlur til sölu fyrir utan D-inngang ( hjá H&M)
17.00 Margrét Arnardóttir harmónikuleikari spilar jólalög
Tími Laugardagur 16. desember 
13-14 Jólasveinar heilsa upp á krakkana                          
14.00 Langleggur og Skjóða
Staðsetning: Svið á 1. hæð hjá Vero Moda
15.00 Regína Ósk flytur ljúf jólalög ásamt gítarleikara
Staðsetning: Svið á 1. hæð hjá Vero Moda  
16.00 Skólahljómsveit Kópavogs spilar
17.00 Mosfellskórinn syngur jólalög
 Tími Sunnudagur 17. desember 
13.00 Skólahljómsveit Kópavogs spilar                            
14-15 Jólasveinarnir heilsa upp á káta krakka     
15.00 Jólaálfar frá Sirkus Íslands sýna listir sínar
Staðsetning: Svið á 1. hæð hjá Vero Moda
17.00  Jazzdúóið Halli Guðmunds og Andrés Gunnlaugs
20.00 Spilasjúkir spila jólajazz