Smáralind

Um Smáralind

Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins, full af spennandi verslunum og veitingastöðum og frábærri afþreyingu. Smáralind er rúmlega 62.000 m2 að stærð með um 100 verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila starfandi í húsinu.


Fréttir

13.10.2017 : Smáralind styður Bleiku slaufuna

Í tilefni Bleika dagsins var starfsfólk Smáralindar hvatt til að mæta í bleiku föstudaginn 13. október. Fyrir hvern starfsmann sem klæddist bleiku styður Smáralind Bleiku slaufuna um 1.000 kr. Auk þess var skorað á rekstraraðila að gefa 1.000 kr. mótframlag fyrir sína starfsmenn sem mættu í bleiku. Starfsmenn létu sitt ekki eftir liggja og verður framlag Smáralindar til Bleiku slaufunnar 269.000 kr. auk 72.000 kr. mótframlags. 

Lesa meira

9.10.2017 : Breytingar í Smáratívólí

Smáratívolí er að breyta og bæta hjá sér þessa dagana og óhjákvæmilega eru raskanir á starfseminni á meðan það gengur yfir.

Næstu daga verður neðri hæð Smáratívolí lokuð að undanskilinni barnagæslu. Efri hæðin verður áfram opin. Tívolíið mun verða enn meira spennandi þegar allt er gengið yfir sem er gert ráð fyrir að verði seinni part mánaðarins.

Lesa meira

2.10.2017 : Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fyrir Alþingiskosningarnar fer fram hér í Smáralind frá og með laugardeginum 7. október n.k. Utankjörfundurinn fer fram í rýminu við hliðina á versluninni Skórnir þínir á 2. hæð. Næsti inngangur er inngangurinn hjá H&M.  Lesa meira
Páll Óskar skemmtir í Smáralind

29.9.2017 : Ekki missa af þessu

Sjálfur Páll Óskar ætlar að heimsækja okkur á laugardaginn kl. 14 og taka nokkur lög ásamt því að bjóða gestum Smáralindar að sjá nýja myndbandið sitt í sýndarveruleika. Komdu og sjáðu meistarann, þetta verður stuð!

Lesa meira

Eldri fréttir


Starfsfólk

Nafn Netfang Sími
Guðrún M. Örnólfsdóttir,
markaðsstjóri
runa (hjá) smaralind.is 528 8012
Torfhildur Sigurðardóttir,
gjaldkeri/innheimta
torhildur (hjá) smaralind.is 528 8010
Inga Þóra Jónsdóttir,
bókhald
inga (hjá) smaralind.is 528 8006
Jóhann Sigurjónsson,
fjármálastjóri
johann (hjá) smaralind.is 528 8005
Sandra Arnardóttir,
verkefnastjóri markaðsdeild
sandra (hjá) smaralind.is 528 8014
Arna Fríða Ingvarsdóttir,
grafískur hönnuður markaðsdeild
arna (hjá) smaralind.is 528 8004
Sturla Gunnar Eðvarðsson,
framkvæmdastjóri
sturla (hjá) smaralind.is 528 8008896 2164
Særós Guðnadóttir,
bókhald
saeros (hjá) smaralind.is 528 8000

Leigurými

Tryggðu þér pláss

Verslunarmiðstöðin Smáralind er rúmlega 62.000 m2 og þar sem saman koma um 100 rekstraraðilar sem bjóða upp á margvíslega verslun og þjónustu. Þúsundir manna sækja Smáralind heim daglega sem er grunnur blómlegra viðskipta í verslunarmiðstöðinni.

Hverjar sem þarfir þínar eru, frá litlu sölu- eða þjónustuplássi upp í þúsundafermetra verslunarpláss, geta starfsmenn Eignarhaldsfélags Smáralindar orðið þér að liði við að útfæra þær hugmyndir og mæta þeim þörfum sem þú ert með varðandi leigurými í verslunarmiðstöðinni.

Fyrir frekari upplýsingar vegna leigu á rýmum í Smáralind, vinsamlegast hafðu samband við Sturlu Gunnar Eðvarðsson framkvæmdastjóra í síma 528 8008 eða á sturla@smaralind.is  

Styrkbeiðnir

Til að sækja um styrki hjá Smáralind skal fylla út formið hér að neðan. Styrkbeiðnir eru teknar fyrir á sérstökum fundum sem haldnir eru hálfsmánaðarlega.

Til að fyrirbyggja ruslpóst: