Aðkoma að Smáralind

Með strætisvagni

Strætisvagnaleiðir 2, 21, 24 og 28 stoppa við Smáralind. Notaðu leiðavísinn hér til hliðar og finndu bestu leiðina fyrir þig, eða skoðaðu leiðirnar nánar á vefsíðu Strætó.

Smáralind er staðsett í hjarta Kópavogs umkringd helstu stofnleiðum höfuðborgarsvæðisins. Þægileg aðkoma er að húsinu úr öllum áttum hvort sem farið er gangandi, með strætó eða á bíl og ávallt er nóg af bílastæðum en um 3.000 bílastæði eru við húsið.

Með bíl

Fyrir þá sem vilja leggja inni í bílastæðahúsum er best að koma að norðurhlið hússins og beygja annað hvort inn hjá Shell bensínstöðinni eða fara inn í bílastæðahúsið við Norðurturninn sem liggur örlítið vestar.

Þeir sem kjósa rýmri og aðgengilegri bílastæði keyra suður fyrir húsið (upp með því) og leggja þar annað hvort nærri H&M eða þeim megin sem Smáratívolí er staðsett.

Hjólandi eða gangandi

Fyrir þá sem eru að koma úr neðri hluta Smárahverfis eru undirgöng undir Fífuhvammsveginn sem liggja rétt aftan við Shell stöðina.  Annars eru gönguljós á gatnamótunum og önnur rétt vestar.  Einnig er að finna gönguljós yfir götuna vestan megin við Smáralind frá efri hluta Smárahverfis.

Rétt þykir að ítreka að gæta þarf ítrustu varúðar á bílastæðum.