Energia

2. hæð
Energia - Smáralind

Energia var opnað árið 2001 í Smáralind og var fyrst eingöngu með létta brauðrétti, skyrdrykki og ferska safa, en hefur síðan verið að þróa matseðilinn og er í dag með algjörlega sína línu í mat, við förum svona milliveginn í hollustinni, notum t.d. ekki majones og djúpsteikjum ekki, allur matur er eldaður eftir pöntun og allt hráefni haft sem ferskast, við notum t.d. eingöngu kjúklingabringur í alla okkar rétti m/kjúklingi, og við erum ekki með neitt rautt kjöt.

Við leggjum áherslu á kjúklingasalötin okkar sem eru geysivinsæl, en allir okkar réttir hafa náð töluverðum vinsældum. Núverandi eigendur tóku við staðnum í ársbyrjun 2006 og hafa náð að skapa sér enn frekari sérstöðu í Smáralind með einstöku andrúmslofti, enda fáum við að heyra það oft á dag hvað fólk er ánægt með okkur (smá mont) Við eigendurnir erum oftast á staðnum til að fylgjast með að allt sé eins og það á að vera.

Hægt er að panta í gegnum síma og sækja matinn til að taka með.
Síminn er 577 7077. Vekjum athygli á því að á háannatímum þá svörum við ekki í símann og er þá betra að koma á staðinn til að panta.

(ath. eldhúsið lokar hálftíma fyrir auglýstan lokunartíma)

Til baka í yfirlit

2. hæð