Vörumessa Ungra frumkvöðla

30.3.2017

Vörumessa Ungra Frumkvöðla var haldin í Smáralind laugardaginn 1. apríl. Þar kynntu 63 örfyrirtæki viðskiptahugmyndir sínar fyrir gestum og gangandi. Örfyrirtækin eru afrakstur rúmlega 300 framhaldsskólanema sem hafa sótt námskeið í frumkvöðlafræðum. Er vörumessunni ætlað að vera þeim vettvangur til að sýna og selja afrakstur sinn. 

Dómnefnd var á staðnum og veitti verðlaun fyrir besta sölubásinn og markaðssetningu en einnig voru nokkur fyrirtæki valin til að taka þátt í lokakeppninni og fá að þróa sína viðskiptahugmynd áfram.