Síðustu dagar útsölunnar

23.1.2018

Nú fer útsölunni í Smáralind senn að ljúka en henni lýkur með götumarkaði dagana 1.-5. febrúar. Á götumarkaðinum fara kaupmenn fram á göngugötu með útsöluvörurnar og bjóða þær á enn meiri afslætti. Það er því ekki seinna en vænna að drífa sig til okkar og freista þess að gera frábær kaup á lokaspretti útsölunnar.