Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

17.5.2018

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram hér í Smáralind.

Opnunartími er sem hér segir: 

  • Opið alla daga kl. 10 til 22
  • Lokað verður á hvítasunnudag 20. maí

Á kjördag, laugardaginn 26. maí, verður opið milli kl. 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. 

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan er staðsett á 2. hæð í vesturenda Smáralindar við hliðina á versluninni Skórnir þínir.