Þúsundir gjafa til bágstaddra barna

27.12.2017

Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu söfnunarátakinu Pakkajól lið fyrir jólin með því að setja gjöf undir jólatréð hjá okkur og sýndu þannig samhug í verki. Þúsundir gjafa söfnuðust í átakinu og fóru þær til barna á Íslandi sem búa við bág kjör.  

Gjafirnar voru sendar til fjögurra hjálparstofnanna á höfuðborgarsvæðinu þ.e. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Kópavogs, Hjálparstarfs kirkjunnar og Fjölskylduhjálpar Íslands. Þær sáu um að koma gjöfunum í réttar hendur og vitum við með vissu að þær glöddu lítil hjörtu yfir hátíðarnar.