• H_M-logo_red_CMYK_intra2

Stórglæsileg verslun H&M í Smáralind

28.8.2017

Fyrsta verslun tískurisans H&M hefur verið opnuð á Íslandi, nánar tiltekið hér í Smáralind. Verslunin er ein af flaggskipsverslunum keðjunnar, stórglæsileg með mikið vöruúrval.

Frábærar móttökur voru við versluninni opnunarhelgina og virtust viðskiptavinir mjög ánægðir með það sem þeir sáu. Mikið fjör var við opnunina þegar starfsmenn H&M stigu hressan dans fyrir utan verslunina áður en klippt var á borðann. Fyrstu 1000 viðskiptavinirnir fengu gjafakort sem þeir gátu nýtt sér auk þess sem 20% afsláttur var af öllum vörum á opnunardaginn.

Starfsfólk H&M var að vonum ánægt með helgina og fara spennt inn í komandi mánuði með okkur Íslendingum.