Smáralind styður Bleiku slaufuna

13.10.2017

Í tilefni Bleika dagsins var starfsfólk Smáralindar hvatt til að mæta í bleiku föstudaginn 13. október. Fyrir hvern starfsmann sem klæddist bleiku styður Smáralind Bleiku slaufuna um 1.000 kr. Auk þess var skorað á rekstraraðila að gefa 1.000 kr. mótframlag fyrir sína starfsmenn sem mættu í bleiku. Starfsmenn létu sitt ekki eftir liggja og verður framlag Smáralindar til Bleiku slaufunnar 269.000 kr. auk 72.000 kr. mótframlags. Þau fyrirtæki sem gefa mótframlag eru: Te&kaffi, Dressmann, Síminn, Dúka, Esprit, Penninn Eymundsson, Lyfja, Café Adesso, Líf & list, Jón og Óskar og Reginn. Við þökkum starfsfólki og fyrirtækjum hér í Smáralind fyrir frábæra þátttöku.