Sinfóníuhljómsveit Íslands

21.8.2017

Þriðjudaginn 22. ágúst kl. 16 leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir gesti og gangandi í Smáralind. Á efnisskránni eru þekktir klassískir hljómsveitarslagarar eins og Ungverskir dansar eftir Brahms, Can-Can sem margir ættu að kannast við úr kvikmyndinni „Moulin Rouge“ og þemalagið úr „Pirates of the Caribbean“. Tónleikarnir verða á göngugötunni á 1. hæð á milli verslananna GS Skór og SIX og hefjast klukkan 16. Frábært tækifæri til að hlusta á Sinfóníuhljómsveitina við skemmtilegar aðstæður.