• Frontmynd_PanduroDK

Panduro Hobby opnar í Smáralind

12.5.2017

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Panduro Hobby opnar sína fyrstu sérverslun hér hjá okkur í Smáralind í lok ágúst. Panduro Hobby verður staðsett á fyrstu hæð í austurendanum á milli Vínbúðarinnar og Símans.

Panduro Hobby er leiðandi fyrirtæki á sviði föndurs og hannyrða í Evrópu og rekur í dag 114 verslanir í sex löndum. Verslunin opnar í samstarfi við A4, sem er umboðsaðili Panduro Hobby á Íslandi.

 Panduro Hobby er draumaverslun föndrarans og þar má finna allt sem þarf til föndurgerðar. Metnaður Panduro Hobby liggur í gleðinni við að skapa og búa til eitthvað skemmtilegt með höndunum.

Í Panduro Hobby finnur þú m.a. efni fyrir kortagerð, efni fyrir skartgripagerð, pappírsföndur, málningu, liti, garn og föndur fyrir börnin svo eitthvað sé nefnt. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi í versluninni.

Í dag, þegar tölvur og tækni eru ríkjandi í okkar lífi, er enn meiri ástæða til að staldra við og eiga gæðastundir við föndurgerð með vinum og fjölskyldu.