Pakkajól Smáralindar

20.11.2017

Hið árlega góðgerðarátak Pakkajól Smáralindar hófst laugardaginn 18. nóvember þegar Leikhópurinn Lotta tendraði ljósin á jólatrénu hjá okkur og opnaði pakkasöfnunina. Söfnunin gengur út á það að gefa eina auka jólagjöf og setja hana undir jólatréð í Smáralind. Gjafirnar fara til barna á Íslandi sem búa við bág kjör. Smáralind sendir gjafirnar sem berast til Mæðrastyrksnefndar, Hjálparstarfs Kirkjunna og Fjölskylduhjálpar Íslands sem sjá um að koma gjöfunum í réttar hendur. Það er þörf á gjöfum fyrir börn á öllum aldri eða alveg frá 0 til 18 ára. 

Við tökum við gjöfum til 21. desember en því fyrr sem þær berast því betra þar sem úthlutanir hjálparsamtakanna hefjast um miðjan desember. 

Pósturinn leggur málefninu lið og sendir gjafir frá landsbyggðinni frítt í Smáralind. 

Látum gott af okkur leiða um jólin og gleðum lítið hjarta á aðfangadagskvöld.