Opnunarhátíð Panduro

30.8.2017

Panduro Hobby er sannkölluð draumaverslun föndarans og þar má finna allt sem þarf til föndurgerðar. Í versluninni eru yfir 5.000 vörunúmer og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Panduro Hobby er leiðandi fyrirtæki á sviði föndurs og hannyrða í Evrópu og rekur í dag 114 verslanir í sex löndum.
Metnaður Panduro Hobby liggur í gleðinni við að skapa og búa til eitthvað skemmtilegt með höndunum. Það verður nóg um að vera á opnunarhátíðinni, frábær opnunartilboð og allir fá að prófa POSCA málingarpennana.

Kl.   Uppákoma 
17-19 Brynhildur skrautskriftarkennari sýnir grunntækni skrautskriftar
18-20 Margrét kökusnillingur hjá Kakan mín sýnir hugmyndir fyrir kökuskreytingar 
19-21 Soffía hjá Skreytum Hús sýnir það nýjasta í föndri


Panduro hlakkar til að sjá ykkur!