• IMG_6257

Nýtt leiksvæði á göngugötunni

24.2.2017

Nú höfum við tekið í notkun nýtt leiksvæði fyrir krakka á öllum aldri á göngugötunni í Smáralind. Leiksvæðið sem er allt með mjúku undirlagi býður upp á fjölbreytta leiki fyrir yngri kynslóðina. Auk þess að geta klifrað, hoppað, skriðið í gegn um helli, geta þau leikið sér í þroskaleikjum á tveimur 32" snertiskjám. 

Leiksvæðið verður eflaust vinsælt hjá fjölskyldufólk í verslunarferðum en þar geta yngri fjölskyldumeðlimirnir fengið smá útrás áður en haldið er áfram.