Ný verslun

Panduro Hobby

12.9.2017

Panduro Hobby er sannkölluð draumaverslun föndarans og þar má finna allt sem þarf til föndurgerðar. Í versluninni eru yfir 5.000 vörunúmer og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  Panduro Hobby er leiðandi fyrirtæki á sviði föndurs og hannyrða í Evrópu og rekur í dag 114 verslanir í sex löndum. Metnaður Panduro Hobby liggur í gleðinni við að skapa og búa til eitthvað skemmtilegt með höndunum. 

Verslunin er staðsett á 1. hæð við hlið Vínbúðarinnar.