• Monki opnar í Smáralind

Monki opnar í Smáralind

28.11.2018

Skandinavíska tískumerkið Monki, sem margir Íslendingar þekkja vel, opnar sína fyrstu verslun á Íslandi í vor. Verslunin verður staðsett í Smáralind í 450 fermetra rými.

Monki er sænskt vörumerki og hönnun þess er innblásin af norrænni hönnun og asískri götutísku. Grunngildi og markmið Monki snýst um að valdefla ungar og sjálfstæðar konur um allan heim, hvetja þær til tjáningar og til þess að vera stoltar af sjálfri sér.

„Ísland er nýr og afar spenn­andi markaður fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Jennie Dahlin Hans­son fram­kvæmda­stjóri Monki í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. „Við hlökk­um mikið til að sjá hvernig ís­lensk­ir tísku­unn­end­ur taka á móti Monki“.

Smáralind orðin miðstöð alþjóðlegra vörumerkja

Þá var einnig tilkynnt um opnun Weekday í Smáralind fyrir skemmstu auk þess sem H&M Home opnar  flaggskipsverslun sína í Smáralind þann 6. desember næstkomandi í 900 fermetra rými.

„Smáralind er á lokametrunum á löngu endurskipulagningarferli og okkur hefur tekist að ná til landsins sterkum og vinsælum vörumerkjum sem sjá hag sinn í að opna verslanir sínar í Smáralind, umfram öðrum stöðum. Við erum afar spennt fyrir komandi misserum í Smáralind enda tímamót í verslunarsögu landsins að fá öll þessi sterku erlendu vörumerki til starfa á íslenskum markaði og frábærar fréttir fyrir íslenska neytendur sem þurfa ekki lengur að leita út fyrir landssteinana til að sækja slík vörumerki“ segir Sturla G. Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar.