Ljósmyndasýning

HK blak - Gleði

30.8.2018

Dagana 30. agúst til 4. september stendur yfir einstök ljósmyndasýning hér í Smáralind. Sýningin ber heitið HK blak – Gleði og er eftir A & R Photos. Á sýningunni er sýnt hvernig hægt er að tvinna saman menningu og íþróttir í hinu listræna formi ljósmyndar og sú gleði og spenna sem ríkir í blakíþróttinni endurspeglast í myndunum.  Sýningin samanstendur af myndum af leikmönnum HK í meistaraflokki karla og kvenna í blaki. Litirnir rauður og hvítur eru allsráðandi í myndunum ásamt bæði brosandi og einbeittu íþróttafólki. Það eru áhugaljósmyndararnir Aðalheiður E. Ásmundsdóttir og Rúnar Gregory Muccio sem standa að sýningunni en hún er styrkt af Kópavogsbæ. Sýningin er á 1. Hæð Smáralindar fyrir framan Lyfju og Zöru og hún stendur yfir til. 4. september.