Kia Instore opnar

24.8.2017

Kia Instore er fyrsta pop-up verslun bílaumboðs hér á landi og verður í Smáralind til áramóta. Hugmyndin er að sænskri fyrirmynd en þar hafa Kia Instore verslanir gengið vonum framar og búið er að opna nokkrar slíkar verslanir þar í landi. Í versluninni, sem er við hlið Útilífs verða fjórir Kia bílar sýndir hverju sinni. Þeim verður skipt út reglulega en Kia línan telur ellefu gerðir í dag í ýmsum útfærslum. Á næstunni verða síðan tólfti og þrettándi bíllinn í Kia línunni frumsýndir.

„Við erum gríðarlega spennt fyrir þessu verkefni en aðalatriðið er að fólki finnist skemmtilegt í búðinni okkar. Össi graffiti snillingur er búinn að graffa virkilega flott verk fyrir okkur og við munum vera með mikið af viðburðum í vetur. Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og þessi verslun er það svo sannarlega. Við viljum nýta þetta tækifæri til að tengjast viðskiptavinum okkar enn betur. Þessi staðsetning er tilvalin fyrir þá sem eiga leið um að máta bílana okkar við fjölskylduna,“ Segir Freyja Leópoldsdóttir markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju

Kia bílar njóta sífellt meiri vinsælda á Íslandi og er sá bílaframleiðandi sem vex hvað hraðast í heiminum í dag. ,,Allir ættu að geta fundið bíl við sitt hæfi hjá Kia, hvort sem um er að ræða ungt fólk að íhuga sín fyrstu bílakaup, foreldra sem vilja setja öryggið í fyrsta sæti eða eldra fólk sem vill traustan og öruggan ferðafélaga sem er þægilegur í akstri. Bílarnir frá Kia eru margverðlaunaðir fyrir framúrskarandi hönnun. Mikil áhersla á gæði hefur aukið vinsældir þeirra meðal ökumanna á öllum aldri. 7 ára ábyrgð fylgir öllum nýjum Kia bílum, en það er lengsta ábyrgð sem nokkur bílaframleiðandi veitir," segir Freyja.