Hnoðrakot

Skipti- og gjafaaðstaða

6.2.2018

Í Hnoðrakoti er aðstaða fyrir foreldra til að skipta á litlum krílum og gefa þeim í rólegu og notalegu umhverfi. Þar eru þægilegir sófar og góð skiptiaðstaða ásamt örbylgjuofni ef hita þarf upp pela. Að auki eru leikföng fyrir stóru systkinin sem þau geta dundað sér í á meðan verið er að sinna ungabarninu. Hnoðrakot er staðsett á 2. hæð við hlið World Class.