H&M opnar 26. ágúst 2017

25.7.2017

Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna hér í Smáralind þann 26. ág­úst næst­kom­andi. Verslunarkeðjan alþjóðlega er þekkt fyrir tískuvörur og gæði á hagstæðasta verðinu, framleitt á sjálfbæran máta. 

Versl­un­in verður á tveimur hæðum í yfir 3.000 fer­metra rými. „Versl­un­in, sem lengi hef­ur verið beðið eft­ir, mun bjóða upp á spenn­andi og skemmti­lega versl­unar­upp­lif­un fyr­ir alla viðskipta­vini sína,“ seg­ir í til­kynn­ing­u frá H&M.

„Við erum ótrú­lega spennt yfir að því hve langt við erum kom­in með opn­un­ina og hlökk­um mikið til að bjóða viðskipta­vini okk­ar vel­komna þegar H&M opn­ar í Smáralind þann 26. ág­úst næst­kom­andi,” er haft eft­ir Fil­ip Ekvall, svæðis­stjóra fyr­ir H&M í Nor­egi og á Íslandi.

All­ar fatalín­ur fá­an­leg­ar í versl­un­inni

H&M í Smáralind mun bjóða upp á breitt úr­val af nýj­ustu trend­um, klass­ískri og tíma­lausri tísku og veita þannig viðskipta­vin­um inn­blást­ur til að skapa sinn eig­in per­sónu­lega stíl að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni. All­ar fatalín­ur H&M verða fá­an­leg­ar í versl­un­inni, þar á meðal dömu- og herrafatnaður, barna­föt, skór, auka­hlut­ir, und­ir­föt og snyrti­vör­ur. Auk þess mun versl­un­in fá sér­stak­ar lín­ur í sölu eins og H&M Studio og Conscious Exclusi­ve og einnig munu vera fá­an­leg­ar hönn­un­ar­sam­starfs­lín­ur H&M með fræg­um hönnuðum.

H&M Studio lín­an mun koma í sölu í H&M í Smáralind fimmtu­dag­inn 14. sept­em­ber næst­kom­andi.

Fyrstu þúsund gest­ir fá gjafa­kort

H&M mun á sjálf­an opn­un­ar­dag­inn veita fyrstu 1.000 gest­un­um gjafa­kort. Þar á meðal fær sá/​sú sem er fyrst/​ur 25.000 króna gjafa­bréf í versl­un­ina, gest­ur núm­er tvö fær 20.000 kr. gjafa­bréf og 15.000 kr. gjafa­bréf hlýt­ur þriðji gest­ur­inn. Næstu þúsund gest­ir fá að gjöf 1.500 króna gjafa­kort í versl­un­ina. 

Opn­un­ar­tím­ar versl­un­ar­inn­ar verða: mánu­daga, þriðju­daga, miðviku­daga og föstu­daga 11:00-19:00, fimmtu­daga 11:00-21:00, laug­ar­daga 11:00-18:00 og sunnu­daga 13:00-18:00.