• H&M Home opnar í Smáralind
  • H&M Home opnar í Smáralind
  • H&M Home opnar í Smáralind

H&M Home opnar í Smáralind

5.12.2018

H&M Home opnar stærstu verslun sína á Íslandi í Smáralind á morgun. Verslunin verður staðsett við hlið H&M á fyrstu hæð.

H&M HOME er húsbúnaðar- og hönnunarmerki, þar sem finna má eitthvað fyrir öll herbergi heimilisins. Verslunin býður upp á breitt vöruúrval á frábæru verði, allt frá hágæða rúmfatnaði til hnífapara og ýmiskonar skrautmuna.

H&M Home í Smáralind er um 420 fermetrar. Hún líkist þeim Home verslunum sem finna má um allan heim og býður upp á frábært vöruúrval, þar á meðal heimilisvörur fyrir barnaherbergi. Verslunin verður hin glæsilegasta, með plöntum og skemmtilegum ústillingum sem veita innblástur fyrir mismunandi hluta heimilisins, eins og dekkað borðstofuborð og fallegt baðkar.