Vegna hertra reglna samkomubanns

23. mars 2020

Smáralind, ein stærsta bygging landsins, er opin. Verslanir hafa flestar breytt opnunartíma sínum tímabundið og sumar hafa þurft að loka og má finna upplýsingar um það hér. Þær verslanir sem eru opnar fylgja 20 manna reglu samkomubannsins í hvívetna.

Hertari reglur samkomubannsins taka gildi mánudaginn 23.mars. Af því tilefni er mikilvægt að koma eftirfarandi á framfæri. 20 manna regla samkomubannsins gildir fyrir verslanir hússins og stærstu verslanirnar hafa heimild til að taka á móti 100 manns inn í sín rými. Í hvívetna er fylgt 2 metra reglunni um fjarlægð á milli fólks. 

Rekstur Smáralindar er enn með óbreyttu sniði, s.s. öryggisgæsla, þjónustuborð og opnunartími byggingar. Þrif á sameignarsvæðum, s.s. salerni, lyftur, rúllustigar, leiksvæði, handrið, verða áfram margfalt meiri en vanalega til að tryggja hreinlæti og sprittstandar eru víðs vegar um húsið. Smáralind mun ekki standa fyrir viðburðum af neinu tagi á meðan samkomubannið er í gildi. 

Smáralind fylgist vel með fyrirmælum Almannavarna og Embættis landlæknis og aðgerðir verða endurmetnar eftir því hvernig málin þróast. Að öðru leyti er Smáralind opin þó einhverjar verslanir og rekstraraðilar hafi lokað tímabundið eða breytt opnunartíma sínum. Upplýsingar um opnunartíma og/eða lokanir verslana má finna hér .