Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Smáralind

23. ágúst 2021

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Smáralind. Atkvæðagreiðslan fer fram á 1. hæð í rými nálægt aðalinnganginum í Norðausturhluta hússins, rétt hjá Hagkaup. 

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Smáralind. Atkvæðagreiðslan fer fram á 1. hæð Smáralindar í rými nálægt aðalinnganginum í Norðausturhluta hússins þ.e. rétt hjá Hagkaup. Opið er alla daga vikunnar á milli klukkan 10 og 22. Á kjördag, þann 25. september, verður opið frá 10 til 17.