Upplýsingar vegna samkomubanns

13. mars 2020

Smáralind, ein stærsta bygging landsins, er opin eins og ávallt en verslanir fylgja 100 manna reglu samkomubannsins. Nánari upplýsingar má sjá hér.

Samkomubann tók gildi mánudaginn 15. mars. Af því tilefni finnst okkur mikilvægt að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

Smáralind er ein af stærstu byggingum landsins, yfir 60 þúsund fermetrar. 100 manna regla samgöngubanns gildir fyrir verslanir hússins og hafa rekstraraðilar/verslanir gripið til aðgerða til að framfylgja þeirri reglu.

Rekstur Smáralindar verður með óbreyttu sniði á meðan samkomubann er í gildi, s.s. öryggisgæsla, þjónustuborð og opnunartími byggingar.

Þrif á sameignarsvæðum (s.s. salerni, lyftur, rúllustigar, handrið) verða áfram margfalt meiri en vanalega til að tryggja hreinlæti og sprittstandar eru víðs vegar um húsið.

Smáralind mun ekki standa fyrir viðburðum á meðan samkomubannið er í gildi.

Smáralind fylgist vel með fyrirmælum Almannavarna og Embætti landlæknis og aðgerðir verða endurmetnar eftir því hvernig málin þróast. Að öðru leiti er Smáralind opin og við tökum vel á móti þér og þínum.