Tímabundin breyting á opnunartíma sumra verslana og veitingastaða

20. mars 2020

Opnunartími sumra verslana og veitingastaða hefur verið skertur tímabundið vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. 

Vegna þeirra aðstæðna sem nú standa yfir í þjóðfélaginu er afgreiðslutími verslana og veitingastaða í Smáralind ekki samræmdur. Byggingin er opin eins og ávallt en opnunartími sumra verslana og veitingastaða er skertur tímabundið. Upplýsingar um opnunartíma þeirra verslana sem eru með opið á öðrum tímum en hefðbundinn afgreiðslutími Smáralindar segir til um má sjá hér.

Við áréttum að um tímabundið ástand er að ræða og vonum að þetta þetta valdi ekki óþægindum.