Öskudagur með öðru sniði í ár

15. febrúar 2021

Öskudagur er á næsta leiti en í þetta sinn verður engin skipulögð dagskrá í Smáralind þennan dag og ekkert nammi í boði hjá verslunum. Ákvörðun þessi er tekin að vel ígrunduðu máli til að koma í veg fyrir hópamyndanir og tryggja sóttvarnir til fulls. 

Öskudagur er á næsta leiti en í þetta sinn verður engin skipulögð dagskrá í Smáralind þennan dag og ekkert nammi í boði hjá verslunum.

Ákvörðun þessi er tekin að vel ígrunduðu máli og til að koma í veg fyrir hópamyndanir og tryggja sóttvarnir til fulls, en vanalega koma fleiri þúsundir barna í Smáralind þennan dag og þeim fylgir mikill fjöldi fullorðinna líka.

Við teljum það því samfélagslega ábyrgt af okkur að „fresta“ öskudeginum þetta árið og höldum hann enn hátíðlegri á næsta ári þegar aðstæður verða okkur hliðhollari.