Hér eru Systur á sumardaginn fyrsta

19. apríl 2022

Systurnar Beta, Elín og Sigga  verða í Smáralind á sumardaginn fyrsta og fylla húsið af söng og gleði. Systurnar munu m.a. flytja Eurovision framlag okkar Íslendinga í ár "Með hækkandi sól". Gleðin hefst kl. 14.30.

Það verður sannkölluð sumargleði á sumardaginn fyrsta í Smáralind þegar systurnar Sigga, Beta og Elín stíga á svið. Hinir ungu tónlistarmenn Jón Arnór og Baldur munu hita upp fyrir Systur og gleðigjafinn Eva Ruza verður kynnir. Gleðin hefst kl. 14.30. Sjá nánar um dagskrána í Smáralind á sumardaginn fyrsta hér.

Gleðilegt sumar