Hér er Leikandi laugardagur

25. janúar 2023

Það verður leikandi laugardagsstemning í Smáralind þann 28. janúar á milli klukkan 13 og 16. Komdu með fjölskylduna og prófið Þögult diskó, sjáið Lalla töframann kl. 14 og fáið ykkur kandífloss og blöðrufígúru.  

Á Leikandi laugardegi í Smáralind verða skemmtilegar uppákomur þar sem yngsta kynslóðin fær að njóta sín. 

Dagskrá

Þögult diskó (Silent diskó) og led dansgólf sem krakkarnir munu elska að dansa á kl. 13-16.
Staðsetning: 1. hæð fyrir framan H&M og Snúruna. 

Lalli töframaður sýnir töfrabrögð og skemmtir kl. 14-14.30.
Staðsetning: svið á 1. hæð hjá Zara og Lyfju

Kandífloss verður í boði kl. 13-16.
Staðsetning: 1. hæð á móti Karakter

Blöðrulistamenn gefa blöðrufígúrur kl. 13-16.
Staðsetning: 1. hæð hjá Söstrene Grene

Hlökkum til að sjá þig