Er ferming í kortunum?

27.2.2018

Nú eru margir á fullu í fermingarundirbúningi. Við vitum að það er í mörgu að snúast og þá er gott að vita að Smáralind hefur allt sem þarf fyrir stóra daginn hvort sem það eru fötin, skreytingarnar, veitingarnar eða gjafirnar. 

Til að gera undirbúninginn sem skemmtilegastan sendum við póst á forráðamenn fermingarbarna á höfuðborgarsvæðinu um að fermingarbarninu biði glaðningur frá Smáralind í formi bíómiða fyrir tvo í Smárabíó. Til þess að fá bíómiðana þarf að versla fyrir 5.000 kr. eða meira í Smáralind á tímabilinu 25. febrúar - 15. apríl og framvísa bréfinu og kassakvittun á þjónustuborðinu á 2. hæð fyrir 15. apríl 2018. 

Við vonum að glaðningurinn nýtist sem flestum og að fermingarbarnið og forráðamenn eigi góðar stundir saman við undirbúning fermingarinnar.

Fermingarbörn búsett á landsbyggðinni eiga að sjálfsögðu kost á glaðningi líka. Það er nóg að senda póst á smaralind@smaralind.is með upplýsingum um fermingarbarnið og glaðningurinn er ykkar að uppfylltum þeim skilmálum sem fram koma hér að ofan.