Bleika VILA boðið

Undi

9.10.2018

Fimmtudaginn 11. október kl. 17-21 fer fram Bleika VILA boðið í versluninni VILA . Verslunin ætlar með boðinu að leggja sitt af mörkum í bleikum október og mun 10% af heildarsölu VILA verslananna þennan dag renna til Krabbameinsfélagsins. Á sama tíma verður frumsýnd nýjasta fatalína verslunarinnar þar sem enginn önnur en tískufyrirmynd Íslands, Þóra Valdmars, er andlit línunnar. 

Í boði verða léttar veitingar og fyrstu 50 gestirnir fá spennandi glaðning. 

Kíktu í VILA á fimmtudaginn og sýndu þessu frábæra framtaki stuðning.