Það heitasta í karlatískunni

21. maí 2019

Við tókum saman þau trend sem verða hvað mest áberandi í karlatískunni í sumar. Í Smáralind færðu allt það nýjasta og meira til.

Hermannagrænn er einn vinsælasti liturinn í herratískunni í sumar. Hvort sem það voru jakkafötin eða jogging-gallinn þá var sá græni hvað mest áberandi og einnig sá klæðilegasti í sumartísku herranna.


Hver einasta tískusýning sýndi einhverskonar útgáfu af sandölum. Gamaldags pabbasandalar eru sérlega heitir í sumar og það á einnig við um kvenmannstískuna.

Tvíhnepptir jakkar eru stíll sumarsins. Nú eiga jakkarnir að vera stórir, víðir og með nóg pláss til að fela smábumbu. Það besta við þennan stíl er að jakkarnir eru fallegastir opnir og því eru þægindin í fyrirrúmi.

Við sáum fleiri spennandi snið í karlajökkum en mörg stærstu tískuhúsanna sýndu jakka í kimono-stíl, sem sagt bundnir í mittið. Nýtt og spennandi lúkk fyrir strákana!

Snákamynstur tók við af tígrissdýramynstrinu sem var vinsælt í haust. Þið munuð sjá föt og fylgihluti í þessu skemmtilega mynstri.

Einföldu pabbagallabuxurnar sem voru hvað vinsælastar í kringum aldamótin eru það heitasta í gallabuxnatískunni. Þær eru ljósar á litinn og beinar niður eða með örlitlu “boot cut”-sniði.

Leður er sérstakt val á efni fyrir sumarlínu en margar fyrirsætur sáust í leðri frá toppi til táar á sumartískusýningum stærstu tískuhúsanna í ár. Hugsanlega virkar þetta trend best hér á norðurslóðum, við mælum ekki með því að taka leðurbuxurnar með til Tene.

Stuttermaskyrtur í víðu og beinu sniði voru algeng sjón eins og sést á meðfylgjandi mynd sem tekin var hjá tískuhúsinu Fendi.

Gamla, góða tædæ-mynstrið skaut upp kollinum aftur, við misjafnar undirtektir.

Nú er hægt að gera góð kaup á jakkafötum.

Smart fatnaður úr Herragarðinum, Smáralind.