New Yorker hefur opnað í Smáralind

20. nóvember 2018

Tískuvörukeðjan New Yorker hefur opnað stórglæsilega verslun í Smáralind. Verslunin er staðsett á 1. hæð við hliðina á Útilíf. New Yorker er leiðandi í tískufatnaði fyrir ungt fólk og býður upp á breitt vöruúrval og góð verð. 

Verslunin verður í stóru og glæsilegu rými sem telur um 1.100 fm. New Yorker hefur lengi verið leiðandi í tísku fyrir ungt fólk. Litir leika stórt hlutverk í hönnun þeirra en vörulínu verslunarinnar er skipt í götufatnað og klassískan fatnað en auk þess er boðið upp á fylgihluti og nærfatnað.

New Yorker er þýskt fyrirtæki og rekur yfir 1.000 verslanir í 40 löndum sem gerir fyrirtækið að einni stærstu tískukeðju Evrópu.

Vertu með þeim fyrstu til að heimsækja NEW YORKER og upplifa einstaka verslun og vörur. Í tilefni opnunarinnar verða ýmis opnunartilboð dagana 29. nóvember til 1. desember, sjá nánar hér