Fylgihlutir við fermingarfötin

11. apríl 2019

Nú eru margir foreldrar og fermingarbörn að leggja lokahönd á fermingarundirbúninginn. Á endasprettinum er oft eitthvað smá sem vantar til að fullkomna fermingardressið. 

Það getur tekið tíma að finna réttu fylgihlutina við fermingarfötin sem búið er að velja og það býður oft fram á síðustu stundu. Við mælum með því að þú nýtir þér þjónustu verslana Smáralindar til að aðstoða þig við að finna það sem vantar. Þær eru allar með vel þjálfað starfsfólk sem er með puttann á púlsinum og er ávallt tilbúið að veita ráðgjöf og aðstoða við val á réttu sniði, lit og fylgihlutunum. 

Hér eru nokkur ráð sem koma vonandi að góðum notum fyrir stóra daginn

Hárspennur eru afar vinsælar núna og gera mikið fyrir einfalda greiðslu. 

Poppaðu upp á hvítan kjól eða buxur með skóm í lit

Mundu að taka verðmiðann undan skónum svo hann sjáist ekki þegar fermingarbarnið krýpur við altarið

Strigaskór eru flottir við jakkaföt og nýtast vel eftir ferminguna

Flottur og stílhreinn stuttermabolur getur komið í stað skyrtu við jakkaföt

Mundu að taka merkið af jakkaerminni á jakkafötunum