Allt fyrir Júróvisjón

14. maí 2019

Verslanir Smáralindar bjóða upp á allt frá A-Ö þegar kemur að Júróvisjón-partíinu og lúkkinu í stíl við hvaða þema sem er. Við kíktum í búðirnar og fundum meðal annars latex-skó og hundaólar. Undirbúningurinn fyrir partíið byrjar í Smáralind.

Þú færð allan borðbúnaðinn fyrir matarboðið í H&M Home og Søstrene Grene.

Sjúklega sætir Moscow Mule-bollar úr Søstrene Grene á 685 kr.

Mun hatrið sigra? Latex-skór úr Gs skóm, Smáralind, 32.995 kr.

Palli væri stoltur af þessum pallalega jakka. Þessar glimmerbombur má finna í Zöru, Smáralind.

Hárspennur eru hámóðins í dag og þessar passa vel inn í Júróvisjón-þemað. Zara, 2.595 kr.

Stjarna Hatara skín svo skært við þurfum sólgleraugu. Flying Tiger, 900 kr.

Fyrir þau sem vilja taka þemað alla leið fást ólar í Dýrabæ, Smáralind.

Partívarningurinn fæst í Flying Tiger og ómótstæðilegt ferskt Guacamole til að hafa með snakkinu fæst í Hagkaup.

Cyber frá Mac er varalitur kvöldsins.

Við elskum alla regnbogans liti. Alessandro-naglalökk, Hagkaup, 1.539 kr.

Úrval framandi kryddtegunda og kryddið á grillmatinn fæst hjá Flying Tiger á 300 krónur. 

Smart partípinnaplatti frá Flying Tiger, 500 kr.